Vopnaðir lögreglumenn gera húsleit í norðurhluta Lundúna

Farþegar ganga út úr neðanjarðarlest í Lundúnum.
Farþegar ganga út úr neðanjarðarlest í Lundúnum. Reuters

Vopnaðir lögreglumenn gerðu húsleit á heimili í norðurhluta Lundúna í morgun. Talsmaður lögreglunnar segir húsleitina hafa verið gerðar í tengslum við sprengjutilræðin í borginni í síðustu viku en að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við aðgerðirnar í morgun.

Lögregla birti nú eftir hádegið nöfn tveggja af þeim fjórum mönnum, sem reyndu að sprengja sprengjur í neðanjarðarlestum og strætisvagni í Lundúnum sl. fimmtudag. Talið er að Muktar Said Ibraihim, 27 ára, hafi komið fyrir sprengju í strætisvagni númer 26. Þá er talið að Yasin Hassan Omar, 24 ára, hafi reynt að sprengja sprengju í lest nálægt brautarstöðinni við Warren Street.

Muktar Said Ibraihim er talinn hafa skilið eftir sprengju í …
Muktar Said Ibraihim er talinn hafa skilið eftir sprengju í strætisvagni. Reuters
Yasin Hassan Omar er talinn hafa reynt að sprengja sprengju …
Yasin Hassan Omar er talinn hafa reynt að sprengja sprengju nálægt Warren Street. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert