Efni sem fannst í bílskúr í Lundúnum tengist sprengjutilræðinu í síðustu viku

Tveir vopnaðir lögreglumenn á verði í Finchley hverfinu í Lundúnum …
Tveir vopnaðir lögreglumenn á verði í Finchley hverfinu í Lundúnum þar sem hald var lagt á bíl í dag. AP

Lögregla í Lundúnum telur nú að efni, sem fundust í bílskúr í norðurhluta Lundúna, séu eins og efni sem notuð voru í sprengjur sem reynt var að sprengja í lestarvögnum og strætisvagni í borginni í síðustu viku. Lögreglan lagði einnig hald á bíl á þessu svæði, en talið er að einn þeirra, sem komu sprengjunum fyrir, hafi notað en bíllinn var undir eftirliti lögreglu.

Bílskúrinn, sem verið er að rannsaka, er neðanjarðar en tengist íbúð í fjölbýlishúsi í Curtis House. Sky sjónvarpsstöðin hefur eftir lögreglu að talið sé að mikið magn af ýmsum efnum, sennilega sprengiefnum, hafi fundist í bílskúrnum. Segir sjónvarpsstöðin að fréttir hermi að einn fjórmenninganna hafi sennilega búið í íbúð í fjölbýlishúsinu og nokkrir þeirra að minnsta kosti hafi farið í þessa íbúð eftir að sprengjutilræðið. Það tilræði mistókst, því aðeins sprungu hvellhettur á sprengjunum en ekki sprengjurnar sjálfar.

Að minnsta kosti tveir mannanna eru afkomendur fólks sem sótti um hæli í Bretlandi og þeir hafa búið löglega þar í landi í að minnsta kosti áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert