Hugsanlegt sprengiefni fannst á heimili grunaðs tilræðismanns

Lögreglumaður sýnir plastbox eins og sprengjurnar voru í.
Lögreglumaður sýnir plastbox eins og sprengjurnar voru í. AP

Lögregla sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum hefur fundið mikið magn efna sem talin eru vera sprengiefni við húsleit í New Southgate í norðurhluta Lundúna. Efnin fundust í íbúð sem Yasin Hassan Omar hefur búið í frá árinu 1999 en Omar er talinn vera einn þeirra sem stóðu að misheppnuðum sprengjutilræðum í borginni í síðustu viku. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Fimm hafa verið handteknir vegna tilræðanna í Lundúnum en þeir eru þó ekki taldir vera tilræðismennirnir. Þá hefur einn maður verið handtekinn, sakaður um að villa um fyrir lögreglu.

Talið er líklegast að tilræðismennirnir sjálfir haldi til á öruggum felustað í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert