Strangtrúaðir gyðingar lögðu bölvun á Ariel Sharon

Blaðamenn taka myndir af búri sem öryggissveitir í Ísrael ætla …
Blaðamenn taka myndir af búri sem öryggissveitir í Ísrael ætla að nota komi til óeirða við brottflutning landtökufólks af Gasasvæðinu í næstu viku. AP

Fimm þúsund liðsmenn öryggissveita frá Ísrael hafa nú þegar hafið æfingar á brottflutningi landtökufólks af Gasasvæðinu og Vesturbakkanum sem hefjast í næstu viku. Búist er við að 50.000 hermenn taki þátt í því að koma 9000 manns af af vettvangi. Strangtrúaðir gyðingar, sem andsnúnir eru ákvörðun stjórnvalda í Ísrael um hafa brugðið til ævafornra ráða til að koma í veg fyrir framkvæmdina. Á föstudag lögðu rabbíni og 20 strangtrúaðir gyðingar bölvun á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sem notuð var á dögum Krists til að deyða þá sem höfðu syndgað gegn orðum Drottins. Engum sögum fer af árangri bölvunarinnar en öryggisgæsla forsætisráðherrans hefur verið hert til muna.

Athöfnin fór fram við gröf Shlomo Bens Yossefs, meðlims Beitar, sem var flokkur þjóðernissinnaðra gyðinga, og var hengdur árið 1938 fyrir aðild að árás rútu með aröbum. Rabbíninn Yossef Dayan leiddi 20 strangtrúaða gyðinga í athöfninni, sem kallast stöng Guðs.

Róttækir öfgamenn í Ísrael héldu samskonar athöfn til höfuðs Rabins, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, nokkrum dögum áður en hann var ráðinn af dögum árið 1995. Dayan rabbíni var viðstaddur athöfnina árið 1995 og þuldi hann bölvunin yfir Rabin.

Vitni að athöfninni á föstudag segja að hópurinn hafi hvatt „engla eyðileggingarinnar“ til að drepa Ariel Sharon. Þótt þeir það ólíklegt, enda sé öryggisgæsla mikil í kringum Sharon.

Hefðum samkvæmt gátu einungis þeir sem eru giftir, yfir fertugu og með skegg tekið þátt í athöfninni. Þeir sem eru einstæðingar, höfðu skilið eða höfðu misst maka sinn voru því útilokaðir.

Að sögn eins fylgismanns Dayans rabbína var staðsetning athafnarinnar góð. „Ben Yossef fórnaði lífi sínu fyrir íbúa Ísraels en Sharon er að ræna þessa sömu þjóð. Við vonum að Herrann taki hann frá okkur,“ sagði hann.

Ísraelskir hermenn við æfingar á brottflutningi landtökufólks í Zeelim herstöðinni …
Ísraelskir hermenn við æfingar á brottflutningi landtökufólks í Zeelim herstöðinni í suðurhluta Ísraels fyrr í dag. Húsin, sem eru svipuð þessu, líkjast húsum landtökufólks. AP
mbl.is