Fjórði tilræðismaðurinn handtekinn í Róm

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir fóru fram í Lundúnum og Róm í dag …
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir fóru fram í Lundúnum og Róm í dag í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna þann 21. júlí. AP

Giuseppe Pisanu, innanríkisráðherra Ítalíu, segir að Osman Hussain, sem talinn er hafa verið einn tilræðismannanna í misheppnuðu sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku, hafi verið handtekinn í Róm í dag. Lögregla í Bretlandi handtók fyrr í dag tvo menn, sem taldir eru hafa tekið þátt í tilræðunum en fjórði maðurinn var handtekinn í Bretlandi fyrir nokkrum dögum.

„Það er sannarlega lofsvert að Sómalinn Osman Hussain, sem hefur breskt ríkisfang og er talinn vera fjórði tilræðismaðurinn í London þann 21. júlí, skuli hafa verið handtekinn fyrir nokkru í Róm," segir í yfirlýsingu Pisanu. Þá sagði hann aðgerðir lögreglunnar í Róm enn vera í gangi og að þær séu árangur alþjóðlegrar samvinnu.

Yasin Hassan Omar, 24, var handtekinn í Birmingham sl. miðvikudag en hann er grunaður um að hafa reynt að sprengja sprengju í neðanjarðarlest nálægt Warren Street í Lundúnum 21. þessa mánaðar.

Lundúnalögreglan handtók tvo menn í dag, annan í Notting Hill og hinn í Kensington. Nafn annars hefur ekki verið birt en hann er talinn hafa reynt að koma sprengja sprengju í neðanjarðarlest milli Stockwell og Oval lestarstöðvanna. Hinn er talinn vera Muktar Said Ibrahim, 27 ára innflytjandi frá Erítreu, sem kom fyrir sprengju í strætisvagni númer 26 í Hackney.

Osman Hussein, sem handtekinn var í Róm, er fæddist í Sómalíu en er með breskan ríkisborgararétt. Hann er talinn hafa reynt að sprengja sprengju í lest skammt Shepherd's Bush brautarstöðinni.

Myndir af tilræðismönnunum fjórum. Efst til vinstri er Yasin Hassan …
Myndir af tilræðismönnunum fjórum. Efst til vinstri er Yasin Hassan Omar, þá er óþekktur maður, sem reyndi að sprengja sprengju við Warren Street. Neðst til vinstri er Osman Hussein og til hægri Muktar Said Ibrahim. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert