Lögregla segir þrjá menn tengda sprengjuárásunum hafa verið hand

Lögregla leiðir mann á brott í Kensingtonhverfi í Lundúnum í …
Lögregla leiðir mann á brott í Kensingtonhverfi í Lundúnum í dag. AP

Lögregla í Lundúnum hefur staðfest, að þrír menn, sem tengist sprengjuárásum sem gerðar voru í borginni nýlega hafi verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum í vesturhluta Lundúna í dag. Talið er að tveir þessara manna hafi reynt að sprengja sprengjur í neðanjarðarlest og strætisvagni 21. þessa mánaðar.

Einn mannanna var handtekinn eftir að lögregla réðist til inngöngu í byggingu í Kensington hverfinu. Tveir lögreglumenn í hvítum samfestingum, sem notaðir eru til að spilla ekki sakargögnum, leiddu manninn á brott en sá handtekni var einnig í hvítum samfestingi.

Þá voru tveir menn handteknir í húsi í Notting Hill hverfinu í vesturhluta Lundúna í morgun.

Tvær konur voru einnig handteknar á Liverpool Street lestarstöðinni í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert