Maður framseldur til Bretlands vegna gruns um aðild að hryðjuverkum

Levy Mwanawasa, forseti Afríkulýðveldisins Zambíu, sagði í dag að stjórnvöld hafi ákveðið að framselja mann til Bretlands, sem lögreglan þar í landi vill yfirheyra í tengslum við hryðjuverkin í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. Sérfræðingar frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafa þegar yfirheyrt manninn, sem heitir Harron Rashid Aswat, í Zambíu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður framseldur.

„Ég staðfesti að við höfum handtekið Aswat, sem hefur verið í haldi vegna brota á innflytjendalögum Zambíu. Skömmu eftir að við handtókum hann gerðum við okkur grein fyrir því að hann var grunaður um hryðjuverk. Samkomulag náðist á milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands, að Aswat verði framseldur til Bretlands,“ sagði Mwanawasa á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert