Einn sprengjumannanna í Lundúnum ákærður

Yassin Hassan Omar.
Yassin Hassan Omar.

Yassin Hassan Omar, einn fjögurra manna sem talinn er hafa reynt að sprengja sprengjur í járnbrautarlestum og strætisvagni í miðborg Lundúna, 21. júlí, var í kvöld ákærður fyrir að hafa sprengiefni í fórum sínum og fyrir aðild að samsæri um að fremja morð.

Omar, sem er 24 ára, er talinn hafa reynt að sprengja sprengju í lestarvagni nálægt Warren Street neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru fyrir morðtilraun og fleiri afbrot. Búist er við að hann kom fyrir rétt á mánudag en hann var handtekinn í Birmingham 27. júlí.

Muktar Said Ibrahim og Ramzi Mohammed voru handteknir í Lundúnum 29. júlí og Osman Hussain var handtekinn sama dag í Róm. Þeir hafa ekki verið ákærðir enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert