Gæsluvarðhald yfir grunuðum hryðjuverkamanni framlengt í Lundúnum

Fullyrt hefur verið í breskum fjölmiðlum að Aswat sé einn …
Fullyrt hefur verið í breskum fjölmiðlum að Aswat sé einn þeirra sem skipulögðu árásir á lestar og strætisvagna í Lundúnum 7. júlí. AP

Gæsluvarðhald yfir Haroon Rashid Aswat, breskum ríkisborgara sem eftirlýstur er í Bandaríkjunum vegna gruns um að hann hafi átt þátt í að koma upp æfingabúðum fyrir hryðjuverkamenn, var framlengt til 8. september í Bretlandi í dag.

Rashid, sem er þrítugur, var fluttur til Bretlands um helgina frá Zambíu, en þar hafði hann verið í haldi. Hann kom fyrir dómara í miðborg Lundúna í dag.

Bandarísk yfirvöld vilja yfirheyra Aswat vegna gruns um að hann hafi reynt að koma á stofn æfingabúðum fyrir hryðjuverkamenn í Bly í Oregon-ríki. Breskir og bandarískir fjölmiðlar hafa nefnt nafn hans í fréttum um helstu skipuleggjendur hryðjuverkaárásanna í Lundúnum 7. júlí síðastliðinn. 56 manns létust í árásunum að meðtöldum þeim fjórum mönnum sem þær frömdu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert