Framseldur frá Ítalíu til Bretlands

Hussain Osman, sem handtekinn var á Ítalíu í gær.
Hussain Osman, sem handtekinn var á Ítalíu í gær. AP

Maður sem verið hefur í haldi á Ítalíu undanfarnar vikur og er grunaður um aðild að tilraunum til hryðjuverka í Lundúnum 21. júlí síðastliðinn, verður framseldur til Bretlands. Dómstóll í Róm samþykkti í dag framsalsbeiðni breskra stjórnvalda vegna málsins, að því er SKY fréttastofan skýrði frá.

Maðurinn, Hussein Osman, verður sendur til Bretlands innan 35 daga.

Osman, sem er breskur ríkisborgari, en fæddist í Eþíópíu, er grunaður um að hafa ætlað að sprengja sprengju á Shepherd's Bush neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert