Minnisvarði vígður um fórnarlömb hryðjuverkanna í Lundúnum

Bahar Cagnis, 27 ára nemandi frá Tyrklandi, virðir fyrir sér …
Bahar Cagnis, 27 ára nemandi frá Tyrklandi, virðir fyrir sér minningaskjöldinn, sem vígður var í morgun. AP

Borgaryfirvöld í Lundúnum vígðu í dag minnisvarða um fórnarlömbin 52 sem létust þegar fjórar sprengjur sprungu í samgöngutækjum í borginni í síðasta mánuði. Vígsluathöfnin var látlaus en það var garðyrkjumaður sem vígði minnismerkið, sem er í lystigarði við Viktoríugarðinum við Thamesánna klukkan hálf átta að staðartíma í morgun.

Minnismerkið er hvítur skjöldur með ágrafinni áletrun. Hann stendur undir tré í garðinum, en þangað lögðu þúsundir einstaklinga leið sína að trénu til að minnast fórnarlambanna eftir hryðjuverkin í borginni þegar þrír ódæðismenn sprengdu sprengjur í neðanjarðarlestum og eina í strætisvagni. 52 létust, auk ódæðismannanna fjögurra.

Á minningarskildinum stendur eftirfarandi: „Fólk af öllum trúflokkum og þjóðernum sameinaðist í sorg sinni og lagði blómsveiga undir þessu tré í minningu um þá sem létust í hryðjuverkum í samgöngutækjum í Lundúnum 7. júlí árið 2005.“

Þá er á skildinum tvær beinar tilvitnanir, þar sem íbúar Lundúna eru hughreystir.

Robert Davis, talsmaður borgaryfirvalda, sagði minnisvarðann muna minna íbúa borgarinnar á þá þúsundir einstaklinga, sem lögðu leið sína í garðinn til að leita sér huggunar í kjölfar hryðjuverkanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert