Fjórir bandarískir hermenn féllu í vesturhluta Íraks

Fjórir bandarískir hermenn voru drepnir í vesturhluta Íraks í gær meðan á aðgerðum hersins, að því er Bandaríkjaher skýrði frá í dag. Landgönguliði lést þegar hann varð fyrir sprengingu í Karabilah í námunda við landamæri Sýrlands að því er segir í yfirlýsingu hersins.

Þá létust þrír hermenn í sprengingu í Haqlaniyah að því er fram kom í yfirlýsingunni, en atvikinu var ekki lýst nánar. Bandaríkjaher hóf miklar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks um helgina.

Alls hafa 1.930 manns bandarískir hermenn fallið í átökum í Írak frá því innrás þangað hófst árið 2003. Eru þessar tölur byggðar á upplýsingum frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu.

mbl.is