Fuglaflensuveira finnst í tveimur þorpum í Síberíu

Rússneskur dýralæknir fylgist með því þegar fuglar sýktir af fuglaflensu …
Rússneskur dýralæknir fylgist með því þegar fuglar sýktir af fuglaflensu brenna undir dekkjahleðslu í bænum Oktyabrskoye. Reuters

Fuglaflensuveiran hefur fundist í tveimur þorpum í Síberíu í Rússlandi. 19 önnur þorp eru undir eftirliti en grunur leikur á sýkingu þar að því er sagði í yfirlýsingu frá landbúnaðarráðuneyti Rússlands. Í yfirlýsingunni liggur ekki fyrir hvort um hina mannskæða H5N1 stofn sé að ræða, sem þegar hefur drepið yfir 60 manns og hætta er á að breiðist hratt út.

Sýktu svæðin eru í Kurgan héraðinu í Síberíu en þorpin sem eru undir eftirliti eru í Novosibirsk og Alta héruðunum.

Í þremur öðrum héruðum þar sem fuglaflensu varð vart eru nú laus við veiruna.

Rússnesk yfirvöld hafa safnað saman hundruð þúsunda alifugla og sett mörg svæði í sóttkví í því skyni að útrýma veirunni sem varð fyrst vart í Síberíu í sumar.

mbl.is