Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þrýstir á Sýrlendinga

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mohamed Bedjaoui, utanríkisráðherra Alsír, greiða …
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mohamed Bedjaoui, utanríkisráðherra Alsír, greiða atkvæði með tillögunni á fundi öryggisráðsins í dag. AP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á fundi sínum í dag ályktun þess efnis að þvinga stjórnvöld í Sýrlandi til að vinna með S.Þ. að rannsókn á tilræði gegn Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, sem myrtur var í febrúar síðastliðnum.

Ályktunin felur m.a. í sér að stjórnvöld handtaki alla þá sem grunaðir eru um morðið á forsætisráðherranum fyrrverandi, setji farbann á þá og frysti eigur þeirra.

Aðstoði stjórnvöld á Sýrlandi ekki öryggisráð S.Þ. við rannsókn málsins mun verða gripið til harðari refsiaðgerða gegn stjórnvöldum, samkvæmt ályktun öryggisráðsins.

mbl.is