Skrifstofur Jyllands-Posten rýmdar vegna sprengjuhótunar

Skilti í matvöruverslun í Jórdaníu. Á því stendur „Engar danskar …
Skilti í matvöruverslun í Jórdaníu. Á því stendur „Engar danskar vörur“. Reuters

Sprengjuhótun barst danska dagblaðinu Jyllands-Posten í dag og voru skrifstofur blaðsins rýmdasr. Miklar deilur hafa verið undanfarið vegna birtinga blaðsins í fyrra á teikningum af spámanninum Múhameð sem m.a. hafa leitt til þess að danskar vörur eru nú sniðgengnar í Sádí-Arabíu. Skrifstofur blaðsins í Árósum og Kaupmannahöfn voru rýmdar nú fyrir skömmu, skv. heimildarmanni AFP fréttastofunnar í Kaupmannahöfn sem fylgist með framvindu mála.

mbl.is