Fuglaflensan gæti kostað um 142 milljónir manns lífið

Rannsóknarmaður á vegum ítalska landbúnaðarráðuneytisins rannsakar hér gæs sem er …
Rannsóknarmaður á vegum ítalska landbúnaðarráðuneytisins rannsakar hér gæs sem er smituð af fuglaflensu. Reuters

Um 142 milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef að hún mun breytast í alvarlegan inflúensufaraldur, en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á mögulegum afleiðingum flensunnar.

Talið er að efnahagslegt tap í heiminum gæti numið um 4,4 billjónum dala, en það svipar til þess að þurrka út ársframleiðsluna í Japan.

Rannsóknin, sem Low stofnunin í Ástralíu stendur á bak við, segir að það sem enn margt á huldu varðandi það hvort að flensufaraldur muni eiga sér stað og hvar og hvenær hann muni eiga upptök sín.

Þar kemur fram að jafnvel mildur faraldur gæti kostað um 1,4 milljón manns lífið og kostað um 330 milljarða dala.

Í sinni allra verstu mynd gæti um helmingur hagkerfis Hong Kong þurrkast út. Þá gæti stór hluti hagkerfisins í Asíu hrunið og viðskiptaflæði stöðvast. Þá gætu um 28 milljónir manns látist í Kína og 24 milljónir á Indlandi.

Skýrslan var birt í Sidney í Ástralíu á fimmtudag, en það var í kjölfar þess að Þýskaland og Austurríki greindu frá því að hinn mannskæði stofn fuglaflensuveirunnar H5N1 hafi greinst í villtum fuglum þar.

Í skýrslu Lowy stofnunarinnar er bent á fjóra mögulegar flensufaraldra.

Í fyrsta lagi mildur en þá myndi faraldurinn svipa til Hong Kong flensunnar árin 1968-69.

Í öðru lagi miðlungs og svipa þannig til Asíuflensunnar árið 1957.

Þá gætu afleiðingarnar orðið mjög alvarlegar og svipa þannig til spænsku veikinnar. Hún smitaði um einn milljarð manna og dró rúmlegar 50 milljónir manna til dauða.

Í fjórða lagi gæti faraldurinn orðið mun verri og kostað 142 milljónir manna lífið.

Fréttavefur CNN greindi frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert