8.000 manns nú talin hafa misst heimili sín í flóðum á Malaví

Um það bil 2.000 manns hafa misst heimili sín í dag í flóðum á miðhluta Malaví og sótt skjól í kirkjum, moskum og skólabyggingum. Mikið vatnsveður hefur geisað í suðri landsins og bætast hinir heimilislausu nú í hóp 6.000 sem fyrir voru. Uppskerur hafa brostið og brýr og vegir skolast burt þegar ár flæddu yfir bakka sína.

Talið er að um 400 fjölskyldur séu nú reikandi um landið og að 130 hús hafi eyðilagst. Auk þess hefur búpeningur drukknað og 50 hektarar maísakra eyðilagst. Salimahérað hefur orðið hvað verst úti í landinu hvað varðar skort á matvælum en rigningar seinustu helgi voru það miklar að 6.000 manns urðu heimilislaus vegna flóða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert