Sprengjumenn í Lundúnum höfðu líklega samband við al-Qaeda

Flak strætisvagns, sem sprakk nálægt Tavistock Square í Lundúnum í …
Flak strætisvagns, sem sprakk nálægt Tavistock Square í Lundúnum í fyrra. AP

Tveir af fjórum mönnum, sem frömdu sjálfsmorðsárásir í Lundúnum 7. júlí á síðasta ári, höfðu líklega eitthvað samband við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, að því er kemur fram í skýrslu sem birt var í dag.

Í skýrslunni er hins vegar vísað á bug kenningum um að fimmti maðurinn hafi verið hugmyndafræðingur árásanna og hann hafi flúið Bretland í kjölfarið.

Vitað er að tveir af árásarmönnunum, Mohammad Sidique Khan og Shehzad Tanweer, fóru til Pakistans skömmu áður en árásin var gerð. Í skýrslunni segir, að ekki sé vitað hverja þeir hittu en líklegt sé að þeir hafi haft samband við einhverja af forsprökkum al-Qaeda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert