Konur fá afslátt af tæknifrjóvgun með því að gefa egg til stofnfrumurannsókna

Einræktaðir fósturvísar.
Einræktaðir fósturvísar. AP
Tæknifrjóvgunarstöð í Bretlandi hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að spyrja konur, skjólstæðinga sína, að því hvort þær vilji gefa egg úr eggjastokkum sínum til stofnfrumurannsókna í skiptum fyrir ódýra tæknifrjóvgun. Þetta hefur ekki verið áður leyft í Bretlandi, þ.e. að eiga slík viðskipti i þágu vísindanna.

Stofnunin heitir North East England Stem Cell Institute og hefur fengið þetta leyfi með þeim skilyrðum að konurnar hljóti nákvæmar upplýsingar um tilgang rannsóknanna og eggjagjafarinnar. Menn óttast að konum finnist þær tilneyddar að láta eggin af hendi. Eggin verða frjóvguð og þegar fósturvísar myndast verða stofnfrumulínur notaðar úr þeim til rannsókna. BBC segir frá þessu.

mbl.is
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...