Sjálfsvígsárás í Kabúl kostaði 16 lífið

Að minnsta kosti sextán létust í sjálfsvígssprengjuárás í höfuðborg Afganistan, Kabúl, í dag, að því er fram kemur í frétt frá Reuters. Síðar í dag verður rætt um fjölgun í herliði Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Afganistan en James Jones, yfirhershöfðingi NATO, sagði á blaðamannafundi í gær að fjölga þyrfti í herliði NATO í Afganistan. Um bílsprengju var að ræða í dag og var henni beint að bandarískum hermönnum sem voru í nágrenni sendiráðs Bandaríkjanna í Kabúl. Samkvæmt Reuters eru sjö hinna sem létust erlendir hermenn en einnig létust óbreyttir borgarar í árásinni sem átti sér stað rétt fyrir föstudagsbænir múslima.

Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert