Kofi Annan gagnrýnir sjálfsvígsárásina í Kabúl

Frá árásinni í gær
Frá árásinni í gær Reuters

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, fordæmdi í yfirlýsingu í dag sjálfsvígsárásina í Kabúl, höfuðborg Afganistan í gær sem kostaði sextán manns lífið. Segir Annan að ekkert geti fyrirgefið slíka vanvirðingu fyrir mannslífi og slík árás geri ekkert annað en að tefja fyrir umbreytingarferli sem á sér stað í Afganistan. Annan vottaði aðstandendum þeirra sem létust í árásinni samúð. Talibanar hafa lýst ábyrgð á sjálfsvígssprengingunni sem er ein sú mannskæðasta í langan tíma í höfuðborg Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert