Sprengja sprakk við útför í Afganistan

Reuters

Sprengja sprakk við útför Abdul Hakim Taniwal héraðsstjóra í Paktia héraði í Afganistan í dag. Að minnsta kosti fjórir lögregluþjónar og einn óbreyttur borgari eru taldir hafa slasast við sprenginguna, sem talið er að sé sjálfsvígsárás, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sprengjutilræðið. Talibanar lýstu í gær yfir ábyrgð á morðinu á Taniwal í gær.

Taniwal, sem var á sextugsaldri, áður prófessor í félagsfræði, var í útlegð í Melbourne í Ástralíu í tuttugu ár en kom aftur heim til Afganistan þegar her bandamanna réðst inn í landið fyrir tæpum fimm árum síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert