Chavez: Bush er alkóhólisti og sjúklingur sem heldur að hann sé John Wayne

Hugo Chavez lætur ekki deigan síga hvað varðar svívirðingar í garð George W. Bush Bandaríkjaforseta og segir hann sjúkan mann og alkóhólista. Bush viti ekkert um stjórnmál. Þá sé göngulag Bush svipað kúreka og minni Chavez á göngulag kvikmyndaleikarans heitna John Wayne. Chavez segist þó líta á Bandaríkjamenn sem vini sína og hefur ekkert út á þjóðina að setja.

,,Já, herra minn, ég er John Wayne," sagði Chavez með leikrænum tilþrifum í ræðu sinni og hlaut mikið klapp fyrir. Bush væri forseti af þeirri ástæðu einni að vera sonur áhrifamanns og fyrrum forseta. Þetta sagði hann í ræðu í Harlem þar sem haldinn var fjöldafundur í tilefni af fyrirætlunum Chavez um að Chavez gefa eða selja lágu verði olíu til kyndingar fátækum Bandaríkjamönnum. Vinstrisinnar og demókratar sóttu einkum fundinn og fögnuðu Chavez ákaft.

Bush hefur viðurkennt veikindi sín áður, að hann sé óvirkur alkóhólisti.

mbl.is