Málshöfðun leyfð á hendur tóbaksframleiðendum vegna ,,léttra" sígarettna

Framleiðendur léttra sígarettna verða nú lögsóttir í Bandaríkjunum.
Framleiðendur léttra sígarettna verða nú lögsóttir í Bandaríkjunum. Reuters

Jack Weinstein, dómari við umdæmisdómstól í Brooklyn í New York, heimilaði í dag málshöfðun á hendur tóbaksframleiðendum fyrir meintar blekkingar þeirra um skaðleysi léttra sígarettna, að þær séu ekki eins hættulegar og aðrar. Dómarinn hafnaði beiðni verjenda tóbaksframleiðenda um að málinu yrði vísað frá og þurfa því fyrirtæki á við Philip Morris og RJ Reynolds að undirbúa vörn sína.

Tóbaksframleiðendum hefur hingað til tekist að forðast meiriháttar skaðabótagreiðslur fyrir skaðsemi sígarettna. Sækjendur vilja að þessu sinni fá skaðabætur fyrir meint samsæri tóbaksframleiðenda sem þeir segja að rekja megi áratugi aftur í tímann. Það snúist um að fá fólk til að halda að ,,léttar" sígarettur eða ,,tjöruminni" séu ekki eins skaðlegar og þær hefðbundnu.

mbl.is