Sænskir ráðherrar kærðir fyrir að greiða ekki afnotagjald

Fyrirtæki í Svíþjóð, sem sér um að innheimta afnotagjald fyrir sænska ríkissjónvarpið, hefur kært þrjá ráðherra til lögreglunnar fyrir að greiða ekki afnotagjald árum saman.

Um er að ræða Tobias Billström, Mariu Borelius og Cecilia Stegö Chilò, sem tóku við ráðherraembættum sínum í síðustu viku þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Fredriks Reinfeldts tók við völdum.

mbl.is