Óvissa um endurkomu Kastrós

Fídel Kastró.
Fídel Kastró. Reuters

Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, féll í dag frá fyrri spám sínum þess efnis að Fídel Kastró forseti Kúbu muni snúa aftur til valda í byrjun desember. Kastró hefur átt við heilsubrest að stríða og gekkst undir aðgerð í júlí. Í september sagði Perez Roque að Kastró myndi snúa aftur í desember en í dag vildi hann engu spá fyrir um endurkomu forsetans.

Þá sagði ráðherrann að ekki sé víst hvort Kastró geti verið viðstaddur hátíðarhöld vegna 80 ára afmælis hans sem fara eiga fram 2. desember, en forsetinn varð áttræður þann 13. ágúst. Hátíðarhöldum var hins vegar frestað vegna veikinda hans.

mbl.is