Lífskjör í fátækustu löndunum versna

Vannært barn í Níger
Vannært barn í Níger Reuters
Vaxandi munur er á lífskjörum fólks í ríkustu og fátækustu löndum heims samkvæmt niðurstöðu árlegrar rannsóknar Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) en í rannsókninni er m.a. tekið tillit til lífslíka, lestrarkunnáttu, menntunar og lífsgæða samkvæmt HDI staðlinum. Þetta kemur fram á sænska fréttavefnum The Local.

Claes Johansson, talsmaður UNDP, segir skipan efstu sæta listans ekki koma á óvart en þar eru Noregur og Ísland í efstu sætum. Hann segir rannsóknina þó sýna að mikil þörf sé að huga að málefnum þeirra fimm ríkja sem séu neðst á listanum en í fimm neðstu sætum hans eru Gínea-Bissá, Búrkína-Fasó, Malí, Sierra Leon og Níger. Þá segir hann að bilið á milli ríkra og fátækra þjóða sé stöðugt að breikka og að mestum áhyggjum valdi að lífskjör fólks í Afríku sunnan Sahara hafi ekki batnað neitt á síðustu fimmtán árum. Þetta megi m.a. rekja til skorts á hreinu vatni og útbreiðslu HIV veirunnar og alnæmis.

Johansson bendur á að íbúar Noregs séu að jafnaði 40 sinnum ríkari en íbúar Níger og að þeir geti gert ráð fyrir að eiga helmingi lengri ævi. Lífslíkur fólks í álfunni eru nú 46 ár sem er lægri en fyrir þrjátíu árum. Lægstar eru lífslíkurnar hins vegar í Svasílandi þar sem gera má ráð fyrir að nýfætt barn lifi í 31 ár.

mbl.is
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...