Verður ekki dæmdur fyrir að hafa átt aðild að fyrirhuguðum hryðjuverkum

Reuters

Pakistanskur hryðjuverkadómstóll hefur fallið frá hryðjuverkaákæru á hendur breskum manni sem grunaður var um að vera tengdur al-Qaida samtökunum. Bretinn, Rashid Rauf, var handtekinn í ágúst í kjölfar þess að upp komst um áform hryðjuverkahóps sem ætlaði að granda tíu farþegaflugvélum á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna.

Hlerun pakistanskra yfirvalda á símtali á milli Pakistan til Bretlands átti stóran þátt í því að lögregla í Bretlandi kom upp um áform hryðjuverkahópsins, að því er stjórnvöld í Pakistan sögðu í ágústmánuði. Símtalið var hlerað eftir að Rauf var handtekinn í Pakistan, en í kjölfar þess hringdi óþekktur samstarfsmaður hans til Bretlands og hvatti hann til að halda áfram samkvæmt áætlun. Í kjölfar handtöku Rauf voru boð send frá Pakistan til Bretlands um að hryðjuverkaáformum skyldi flýtt og þá ákvað breska lögreglan að láta til skarar skríða gagnvarp hópnum sem lengi hafði verið undir eftirliti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert