Ofbeldisaldan í Írak kostaði 16.273 lífið á síðasta ári

Reuters

Stjórnvöld í Írak greindu frá því í dag að 16.273 óbreyttir borgarar, hermenn og lögregla, týndu lífi í ofbeldisöldunni sem geisað hefur í landinu á síðasta ári. Eru þetta rúmlega 2.500 fleiri heldur en AP fréttastofan taldi að hefðu látist á árinu í Írak.

Alls létust 14.298 óbreyttir borgarar, 1.348 lögregluþjónar og 627 hermenn.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum deyja um eitt hundrað Írakar daglega í átökum og árásum í landinu.

Alls hafa þrjú þúsund bandarískir hermenn fallið í Írak frá innrásinni í mars 2003. Nýliðinn desembermánuður er sá blóðugasti hjá herliði Bandaríkjamanna í Írak á síðasta ári.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert