Versti dagur ársins í vændum

Rússneskir feðgar baða sig í kaldri á í Moskvu í …
Rússneskir feðgar baða sig í kaldri á í Moskvu í minningu þess er Jóhannes skírari skírði Jesús. AP

Næstkomandi mánudag mun skammdegisþunglyndi vetrarins ná dýpstu lægðum samkvæmt útreikningum bresks sálfræðings sem veitir m.a. tryggingafélögum ráðgjöf. Sálfræðingurinn dr. Cliff Arnalls hefur nefnt daginn „ömurlega mánudaginn” enda segir hann um erfiðasta og jafnframt hættulegasta dag ársins að ræða. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Í útreikningur sínum tekur Arnalls það m.a. með í reikninginn að Á þessum árstíma hafi fólk hvað mestar fjárhagsáhyggjur vegna umframeyðslu í kring um jólin. Þá segir hann fólk þjást af sektarkennd vegna nýársheita sem þegar séu farin í vaskinn, auk þess sem vinnuþreyta, myrkur og erfitt veðurfar dragi fólk niður.

Tryggingarfélagið Privilege Insurance, hefur á grundvelli þessa hvatt fólk til þess að fara sérstaklega varlega í umferðinni næsta mánudag. Þá bendir félagið á að tölfræði undanfarinna ára sýni að 48% breskra bílstjóra séu mun svifaseinni og meir utan við sig á þessum árstíma en öðrum auk þess sem mun minna þurfi til að ergja þá. Allt dragi þetta úr öryggi þeirra og annarra vegfarenda í umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina