Hungursneyð vofir yfir í Zimbabwe

Mikill skortur er á mjöli í Zimbabwe
Mikill skortur er á mjöli í Zimbabwe Reuters
Mikill skortur er á matvælum í Zimbabwe og er hætta talin á að hungursneyð vofi yfir stórum hluta íbúa landsins. Er gjaldeyrisskortur stjórnvalda í Zimbabwe helsta skýringin á matvælaskortinum þar sem ekki hefur verið hægt að flytja inn nema brot af þeim matvælum sem skortur er á í landinu.

Áætlanir stjórnvalda gera ráð fyrir að flytja inn 565 þúsund tonn af korni sem er um það bil 60% af því magni sem talið er nauðsynlegt að flytja inn. En þrátt fyrir þessar fyrirætlanir stjórnvalda efast margir um að þær náist.

Zimbabwe hefur glímt við efnahagskreppu í rúm sex ár og er verðbólgan í landinu ein sú mesta í heiminum eða yfir 1200%. Jafnframt er yfir helmingur vinnufærra manna án atvinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Bílskúr, geymsla Hvalvík 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...