800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum

Everts leiddur í réttarsal í gær.
Everts leiddur í réttarsal í gær. AP

Dómstóll í Kaliforníu dæmdi í gær Bandaríkjamann í að minnsta kosti 800 ára fangelsi fyrir að hafa misþyrmt þrem drengjum kynferðislega. Drengirnir voru þriggja, níu og ellefu ára.

Upp komst um manninn, Fred Everts, fyrir tveim árum þegar verið var að rannsaka mál annars manns, sem talið er að hafi misþyrmt hundruðum barna.

Sá maður var í síðasta mánuði dæmdur í 152 ára fangelsi fyrir misþyrmingar á tveim 12 ára drengjum.

Mennirnir tveir þekktust og voru samleigjendur um tíma.

Steve Fein, sem var saksóknari í málum beggja mannanna, sagði að Everts hefði viðurkennt að hafa misþyrmt um 40 börnum, þar á meðal þriggja mánaða gömlum syni sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert