Reyndi að flýja klæddur búrku

Mynd úr myndbandinu, sem sýnt var við réttarhöldin í dag.
Mynd úr myndbandinu, sem sýnt var við réttarhöldin í dag. Reuters

Við réttarhöld yfir sex mönnum, sem ákærðir eru fyrir að að skipuleggja sjálfsmorðsárásir í Lundúnum í júlí árið 2005, var sýnd af búrkuklæddum manni sem saksóknarar segja að sé einn sexmenninganna á flótta undan lögreglu eftir að sprengjuárásirnar mistókust.

Myndband úr eftirlitsmyndavél var sýnt við réttarhöldin og eru myndirnar sagðar sýna Yassin Hassin Omar, dulbúinn sem múslimakonu, í Digbeth umferðarmiðstöðinni í Birmingham en saksóknarar segja Omar hafa flúið þangað eftir að árásin mistókst.

Omar er ákærður fyrir að hafa reynt að sprengja sprengju í neðanjarðarlest nálægt Warrenstræti í Lundínum. Hann var handtekinn í húsi í Birmingham viku eftir sprengjutilraunina.

Omar, Ramzi Mohammed, Muktah Said Ibrahim, Manfo Kwaku Asiedu, Hussein Osman og Adel Yahya eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að sprengja sprengjur í þremur neðanjarðarlestum og í strætisvagni. Þeir neita allir sök.

Myndbandið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert