Páfi hvetur kaþólikka til að berjast gegn fóstureyðingum

Benedikt XVI páfi.
Benedikt XVI páfi. Reuters

Benedikt XVI. páfi hvatti í dag kaþólikka til þess að berjast án nokkurra undantekninga gegn árásum á rétt manna til lífs og nefndi þar fóstureyðingar og arfbótastefnu. Páfinn hitti gesti á ráðstefnu vísindamanna og guðfræðinga í Páfagarði í dag.

Páfinn talaði umbúðalaust og hvatti kaþólikka til að bregðast harkalega við „árásum á rétt manna til lífs um allan heim“ sem hefðu færst í aukana og fjölgað og tekið á sig nýjar birtingarmyndir. Páfi minntist á aukinn þrýsting á stjórnvöld í Rómönsku Ameríku að leyfa fóstureyðingar og fóstureyðingatöflum, varaði við því að reynt væri að stýra fólksfjölda í kaþólskum löndum og „nýrri bylgju arfbótastefnu í nafni velferðar einstaklingsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina