Meirihluti Dana styður brotthvarf hermanna frá Írak

Reuters

67% Dana styðja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um brotthvarf danskra hermanna frá Írak, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Gallup hefur unnið. 21% var á móti ákvörðun dönsku stjórnarinnar. Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, greindi frá því í síðustu viku að allir danskir landgönguliðar verði kvaddir heim frá Írak í ágúst á þessu ári.

12% tóku ekki afstöðu til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnun Gallup sem er birt í danska dagblaðinu Berlingske Tidende.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert