Blair neitar því að borgarastyrjöld ríki í Írak

Frá Bagdad höfuðborg Íraks í morgun
Frá Bagdad höfuðborg Íraks í morgun Reuters

Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, sagði í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í dag að það ríkti ekki borgarastríð í Írak þrátt fyrir ofbeldisöldu í landinu frá innrásina fyrir fjórum árum.

Neitaði Blair því í viðtalinu að borgarastyrjöld ríkti í Írak. Sagði hann að meirihluti íbúa Íraks sé á móti ofbeldinu, þegar hann svaraði spurningum fréttamanns um ástand mála í Írak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert