Ahmadinejad hefur ekki áhyggjur af því að Bandaríkin geri árás á Íran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, er hvergi banginn.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, er hvergi banginn. Reuters

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð í dag að hann hafi „ekki áhyggjur“ af þeim möguleika að Bandaríkin geri árás á landið.

„Við höfum ekki áhyggjur af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að allar kringumstæður fyrir slíkri árás eru þeim óhagstæðar. Og ég veit fyrir víst að það eru skynsamir aðilar í Bandaríkjunum sem myndu ekki heimila slíkt,“ sagði Ahmadinejad við viðtali við France 2.

Hann sagði jafnframt að hann muni kynna „nýjar tillögur“ varðandi kjarnorkuáætlun Írans. Þá sagði hann að aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, um að beita Íran harðari refsiaðgerðum, væru ólögmætar.

„Það er löglegt að auðga úran. Afstaða Bandaríkjanna og Breta í öryggisráðinu er hinsvegar ólögmæt.“

Ríkin 15 sem eiga sæti í öryggisráði SÞ hittust nú á lokuðum fundi nú kl. 21 að íslenskum tíma til þess að ræða þær breytingar á refsiaðgerðum sem sexveldin í öryggisráðinu samþykktu í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert