Filippseyskir lögreglumenn varaðir við að dilla mjöðmum

Samkynhneigðir lögreglumenn á Filippseyjum eru varaðir við afleiðingum þess að dilla mjöðmum eða sýna lostvekjandi tilburði. Talsmaður filippseysku lögreglunnar, Samuel Pagdilao, segir það brottrekstrarsök að dilla mjöðmum í einkennisbúningi í miðri marseringu eða hreyfa sig með lostafullum hætti.

Ang Ladlad, samtök samkynhneigðra á Filippseyjum, segja þessi ummæli talsmannsins enn ýta undir staðalímynd homma. ,,Ummæli hans munu aðeins hrekja samkynhneigða lögreglumenn í skápinn aftur," segir talsmaður Ang Ladlad, Danton Remoto. Pagdilao segist þó ekki þekkja til neinna samkynhneigðra lögreglumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert