Tugir fórust í sprengingum í Írak

Ekkert lát er á sprengjuárásum í Írak.
Ekkert lát er á sprengjuárásum í Írak. Reuters

Tveir vörubílar sprungu samtímis á markaðstorgum í borginni Tal Afar í Írak í dag með þeim afleiðingum, þrjátíu manns að minnsta kosti létu lífið og tugir særðust. Um helgina létu að minnsta kosti 10 manns lífið í borginni þegar maður sprengdi sig á markaðstorgi. Rétt ár er liðið frá því George W. Bush, Bandaríkjaforseti, nefndi Tal Afar sem dæmi um þann árangur, sem náðst hefði í öryggismálum í Írak.

mbl.is