Edwards saxar verulega á forskot Clinton

John Edwards.
John Edwards. Reuters
Forskot Hillary Clinton í baráttunni fyrir því að verða forsetaefni demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári hefur minnkað töluvert frá því í febrúar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birt var í dag. Fylgi John Edwards hefur hins vegar aukist samkvæmt könnuninni en það vakti mikla athygli er hann lýsti því yfir í síðasta mánuði að kona hans þjáðist af krabbameini. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Samkvæmt könnuninni, sem unnin var fyrir CNN/WMUR af háskólanum í New Hampshire, nýtur Clinton nú fylgis 27% demókrata en samkvæmt samsvarandi könnun sem gerð var í febrúar naut hún fylgis 35% aðspurðra. Edwards naut hins vegar stuðnings 16% aðspurðra í febrúar en nýtur nú stuðnings 21% líklegra kjósenda demókrataflokksins. Þá nýtur Barack Obama nú stuðnings 20% þátttakenda í könnuninni samanborið við 21% í febrúar.

Fram kemur í könnuninni að flestir líklegir kjósendur demókrataflokksins líti helst til afstöðu frambjóðenda til Íraksmálsins en 21% nefna það sem afgerandi þátt í vali sínu á frambjóðanda. 11% nefna hins vegar heilbrigðismál, 7% nefna efnahagsmál og önnur 7% utanríkismál.

Þá segja 85% aðspurðra það ekki hafa nein áhrif á val sitt að Edwards og eiginkona hans, Elizabeth, tilkynntu nýlega að krabbamein, sem hún hefur barist við, hefði tekið sig upp að nýju. 10% segjast hins vegar líta hann jákvæðari augum en áður og um 10% segja yfirlýsingu hans hafa haft neikvæð áhrif á viðhorf sitt til hans.

mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...