Bandaríkjaforseti viðstaddur minningarathöfn í Virginíu

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, og Laura kona hans verða viðstödd minningarafhöfn um fórnarlömb fjöldamorðsins í Virginia Tech háskólanum í gær. Minningarathöfnin verður klukkan 18 að íslenskum tíma. Þar skaut maður 32 til bana og svipti sig síðan lífi. Fram kemur komið, að morðinginn var frá Asíu, stundaði nám við skólann og bjó á stúdentagarði á háskólasvæðinu.

mbl.is