Fjöldamorðinginn kann að hafa haft vitorðsmann

Nemi við Virginia Tech stendur við minnismerki sem reist var …
Nemi við Virginia Tech stendur við minnismerki sem reist var í gærkvöldi á skólalóðinni. AP

Maðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum í gær var nemandi við skólann og af asísku bergi brotinn, að því er rektor skólans staðfesti í dag. Grunur leikur á að morðinginn hafi haft vitorðsmann, og sagði rektorinn, Charles Steger, í viðtali við ABC-sjónvarpið í morgun að rannsókn beindist að því hvort fleiri vopnaðir menn hefðu verið viðriðnir morðin.

Blaðið The Chicago Sun-Times sagði í morgun, að verið væri að rannsaka hvort morðinginn væri 24 ára gamall Kínverji, sem kom til Bandaríkjanna frá Shanghai á síðasta ári. Lögreglan telji, að maðurinn hafi einnig borið ábyrgð á þremur sprengjuhótunum, sem bárust háskólanum í síðustu viku, en með þeim hafi hann verið að kanna hvernig öryggisgæslu á háskólasvæðinu væri háttað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert