Fjöldamorðinginn sagður hafa verið kínverskur námsmaður

Lögregla fyrir utan Norris Hall-bygginguna á háskólasvæðinu.
Lögregla fyrir utan Norris Hall-bygginguna á háskólasvæðinu. Reuters

Bandaríska blaðið Chicago Sun-Times greinir frá því í dag að lögregla í Virginíu hafi borið kennsl á manninn sem varð 32 að bana í Virginia Tech háskólanum í gær, áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Maðurinn hafi verið 24 ára gamall kínverskur nemandi við skólann er hafi komið til Bandaríkjanna frá Shanghai í ágúst.

Kínversk stjórnvöld kváðust í dag ekki geta staðfest þessar fregnir, en vottuðu Bandaríkjamönnum samúð vegna fjöldamorðanna.

Haft hefur verið eftir sjónarvottum að morðinginn hafi verið asískur í útliti.

mbl.is/Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert