Fjölskylda fjöldamorðingjans: Þetta myrkur er yfirþyrmandi

Fjölskylda Cho Seung-Hui, mannsins sem skaut 32 til bana í Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum í vikunni, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hörmuð er sú sorg, sem gerðir Chos hafi valdið fjölskyldum. Segir í yfirlýsingunni, að þjóðin harmi að Cho hafi grætt heiminn.

„Allt þetta fólk hafði svo mikla ást og hæfileika að bjóða og endi var bundinn á líf þess með hræðilegum og óskiljanlegum hætti," segir í yfirlýsingunni. „Þetta myrkur er yfirþyrmandi. Við erum villuráfandi án vonar og hjálpar.

Í yfirlýsingunni eru nefnd nöfn allra þeirra 32 sem Cho varð að bana. 23 ára gömul systir hans, Cho Sun-Kyung, skrifar undir yfirlýsinguna fyrir hönd fjölskyldunnar og segir bróðir hennar hafi verið hæglátur og óframfærinn. „Við hefðum aldrei getað ímyndað okkur að hann væri fær um að beita slíku ofbeldi. Enginn getur með orðum lýst hryggð okkar yfir því að 32 saklausar manneskjur skuli hafa týnt lífinu í þessum hræðilega harmleik."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert