Demókratar tókust á í sjónvarpskappræðum

Átta demókratar tókust á í sjónvarpskappræðum í bandarísku sjónvarpi í gær en virtust sammála um að núverandi stjórnvöld haldi illa á málum í Írak og að nauðsynlegt sé að bandarískur her fari frá Írak í náinni framtíð. Hvöttu frambjóðendurnir George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til að beita ekki neitunarvaldi sínu til að stöðva áætlun um brotthvarf bandaríska hersins frá landinu, sem samþykkt hefur verið í báðum deildum þingsins.

Sagði Hillary Clinton, eini kvenframbjóðandinn, að ef núverandi forseti drægi ekki herliðið frá Írak myndi hún gera það sem forseti. Öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama sagði Bandaríkjamenn aðeins einni undirritun frá því að bandarískir hermenn snéru heim.

Clinton og Obama þykja hvað líklegust þeirra átta sem nú tókust á til að verða frambjóðendur flokksins, aðrir frambjóðendur voru Mike Gravel, Barack Obama, Chris Dodd, John Edwards, Dennis Kucinich, Joe Biden, Bill Richardson Hillary Clinton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert