Heimilislausir halda til á netinu

Heimilislausu ungu fólki í Japan fer að sögn AP fréttastofunnar fjölgandi og hafa heilbrigðisyfirvöld þar í landi ákveðið að rannsaka beri um 1300 netkaffihús sem opin eru allan sólarhringinn vegna sögusagna um að þar haldi heimilislausir til. Berklasmit í þrettán manns hefur einnig verið rekið til slíkra netkaffihúsa.

fyrir um 50 íslenskar krónur á klukkustund er hægt að fá lítinn klefa með hægindastól, tölvu og sjónvarpi í netkaffihúsi í Japan. Aðstæður eru ekki ákjósanlegar, það er þröngt og loftlaust en margar slíkar stofnanir bjóða upp á frítt gos og jafnvel er aðstaða til að fara í sturtu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert