Hætt við hótel í Tívolí

Flugeldasýning í Tívolí.
Flugeldasýning í Tívolí. mbl.is
Stjórn Tívolígarðsins fræga í Kaupmannahöfn hefur tilkynnt að sökum skorts á pólitískum stuðningi í borgarráði hefur verið hætt við umdeildar áætlanir um 102 metra háa hótelbyggingu í útjaðri skemmtigarðsins.

Saga verkefnisins er löng og hefur stjórn Tívolís unnið að hönnun hótelsins með breska arkitektinum Sir Norman Foster og Four Seasons hótelkeðjunni.

Ekki náði pólitísk samstaða um að veita byggingaleyfið og nú hefur verið hætt við að byggja hótelið. Í samtali við Berlingske Tidende sagði Lars Liebst forstjóri Tívolís að stjórnendur í Kaupmannahafnarborg gætu haldið góðar veisluræður en gætu ekki sýnt röggsemi í gerðum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina