Ísraelskar þingkonur æfar vegna kvenhermanna á nærfötum í karlablaði

Ísraelskir hermenn ganga inn í Líbanon 12.ágúst sl. Ekki er …
Ísraelskir hermenn ganga inn í Líbanon 12.ágúst sl. Ekki er ljóst hvort fáklæddir ísraelskum hermenn hafi birst í myndaþáttum tímarita. Reuter

Kvenþingmenn í Ísrael gagnrýna utanríkisráðuneytið þar í landi fyrir að leyfa klámfenga landkynningu í karlablaðinu Maxime. Þar birtist nýlega myndaþáttur þar sem fjórar konur, sem allar eru fyrrverandi hermenn í ísraelska hernum, komu fram á nærfötunum einum fata.

Myndaþátturinn sem hefur yfirskriftina „Konurnar í ísraelska hernum" var birtur að frumkvæði ísraelsku ræðismannsskrifstofunnar í New York sem hefur lýst því yfir að myndaþátturinn sé hluti af því að bæta ímynd Ísraela á erlendri grundu.

Flestar ísraelskar konur sinna herskyldu í tvö ár frá 18 ára aldri. Á milli þess sem þær taka þátt beinum átökum eða bardögum, eru þær í grunnþjálfun og sinna vinnu við eftirlitsstöðvar á Vesturbakkanum.

Í tímaritinu Maxime lýsti ein kvennanna, Yardem, hvernig hún naut þess að skjóta af M16 rifflinum sínum og önnur kona að nafni Nivit sagði að starf hennar í leyniþjónustu Ísrael væri svo leynileg að hún gæti ekki talað um það. Ekkert sýnir hernaðarlegt umhverfi í myndaþættinum og eru myndirnar af fáklæddum konunum teknar víða í Tel Aviv.

Zahava Gal On, leiðtogi Meretz flokksins, sagði það vera afar óviðeigandi fyrir vestrænt ríki að markaðssetja sig með því að nota hálf-naktar konur. „Það er afar óheppilegt ef ræðismaðurinn í New York telur að mikilvægi Ísraels sé túlkað best með því að nota naktar konur sem eru meðhöndlaðar eins og hlutir en ekki farsælar konur sem hafa náð árangri og notið velgengni á sínum vettvangi,"

Mikilvægt að ungir karlmenn fái tilfinningu fyrir Ísrael

Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem Ísrael notar kynlíf til að selja sig. Ferðamálaráðuneyti Ísrael er til að mynda með auglýsingasamning við breska knattspyrnuliðið Arsenal FC um kynna Ísrael með myndum af konum í bikiníum.

Starfsmenn ræðismannsskrifstofu Ísrael í New York segja rökin fyrir myndaþættinum vera þau að þar á bæ sé litið á það sem vandamál hversu litlar tilfinningar ungir karlmenn hafi til Ísrael. Því hafi ræðisskrifstofan viljað höfða til ungra karlmanna.

mbl.is