Tuttugu létust í sprengjutilræði um háannatímann í Bagdad

Íraskir hermenn á vettvangi þar sem önnur sprengja sprakk í …
Íraskir hermenn á vettvangi þar sem önnur sprengja sprakk í miðborg Bagdad í gær. Reuters

Bílasprengja grandaði tuttugu manns og særði marga tugi í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun er margir voru á leið til vinnu. Sprengjan sprakk í bíl sem var lagt við umferðarmiðstöð í Bayaa sem er hverfi Sjíta í suðvesturhluta borgarinnar.

Fréttavefur BBC segir að sprengjan hafi sprungið skammt frá stórum hóp fólks sem beið eftir strætisvögnum á leið til vinnu er umferðin var hvað mest.

Að sögn lögreglu kviknaði í um tuttugu farartækjum, þar á meðal strætisvögnum.

Sprengjan sprakk ekki löngu eftir að þrír breskir hermenn dóu í vegasprengju í Basra í suðurhluta landsins.

Sprengjan sprakk á háanna tíma í borginni í morgun.
Sprengjan sprakk á háanna tíma í borginni í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina