Starfsemi á breskum flugvöllum að færast í eðlilegt horf

Starfsemi á breskum flugvöllum er smátt og smátt að færast í eðlilegt horf en nokkrum þeirra var lokað og öryggisgæsla stóraukin á þeim öllum eftir að logandi jeppa var ekið á flugstöðvarbygginguna á Glasgowflugvelli á laugardag. Ýmsar takmarkanir eru þó í gildi og t.d. fá einkabílar ekki að fara að flugvallarbyggingum til að skila af sér farþegum.

Þá hafa myndast bílaraðir við nokkra flugvelli vegna eftirlits lögreglu.

Einhverjar tafir eru á umferð um Heathrowflugvöll í Lundúnum. Starfsemi á Glasgowflugvelli er komin í eðlilegt horf en flugvellinum var lokað um tíma á laugardag. Það sama má segja um John Lennon flugvöll í Liverpool. Þá er umferð eðlileg um Stanstedflugvöll í Lundúnum og Edinborgarflugvöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert